Thursday 24 July 2014

Gluten free brownie bites


Þessar kökur eru sannkallaðir orkubitar. Ég henti í þessa uppskrift þegar mig vantaði eitthvað snöggt millimál þegar blóðsykurinn var að taka dýfur. Um þetta leiti var ég að auka snöggt við æfingar og fékk mikið viðbragð í brennslu sem leiddi til þess að ég fékk mjög skyndilegt blóðsykurfall, án lítils fyrirvara. Yfirleitt var þetta að gerast í vinnunni og ekki alltaf í boði að fara að háma í sig. 

Því vantaði mig eitthvað sem auðvelt er að grípa í og gefur góða orku. Þessir bitar seðja vel og eru frábærir fyrir "bulking" tímabilin enda stútfull af yndislegu og heilnæmu hráefni, en einnig nokkuð hitaeiningaríkar. 
Pandan var svo sannarlega glöð með þessa súkkulaði bita! :)

Hráefnin:
- Banani
- 3 egg
- 3 mtsk kókosolía
- 1 tsk vanillu extrakt
- 1 tsk matarsódi 
- 1/2 tsk lyfitduft
- 1 stórt avókado, vel þroskað
- 1 bolli (2,5 dl) kókosmjöl
- 1 bolli stevia duft
- 1/2 bolli (1dl) ósætt kakóduft
- 4 mjúkar döðlur
- 1/4 plata hvítt súkkulaði

Döðlum, banana og 1/2 dl af vatni (ef þarf) er maukað í matvinnsluvél, svo rest blandað við. Deigið kældi ég í í klst og mótaði svo í kúlur. Bakað í 10mín við 200°C.
Kökunum var aðeins leyft að kólna, svo bræddu hvítu súkkulaði dreift yfir og leyft að kólna enn frekar. Yndislegt!


Fallega græn lárpera <3 



Fyrst ég átti fersk jarðaber og auka hvítt súkkulaði <3 



Sunday 20 July 2014

chocolate almond protein bars


Þvílíkur munaður sem þessir prótein klattar eru. Þetta var að sjálfsögðu sent í smökkun og sló alveg í gegn. Þetta er hreinasta nammi á bragðið, en einnig stútfullt af heilindum. Laugardagsnammi sem gefur af sér. 
Svo er þetta einstaklega fljótlegt og auðvelt. Enginn bakstur eða vesen. Aðeins að matvinnsluvélast. 

Svoleiðis uppskriftir eru uppáhalds, matvinnsluvél og búmm..eitthvað gúrmei er tilbúið. 
Það er hægt að breyta þessari uppskrift á ýmsa vegu eftir hentugleika, sleppa súkkulaðinu eða hafa eitthvað annað ofan á en möndlur. Ég notaði glúteinlausa hafra en það fer alveg eftir hentugleika, eins með sýrópið, það getur verið agave, hlynsýróp eða walden farms ef þið viljið sykurlaust. 
Ég hafði þessa uppskrift vegan að þessu sinni, eða nýja fína íslenska orðið: að hætti grænkera. Því skiptir máli ef þið viljið hafa uppskriftina þannig, að passa að súkkulaðið innihaldi ekki mjólkurprótein, né prótein duftið :)

Innihaldið er:
- 1 bolli (2,5 dl ca) af möndlum. Ég tók ca 1/4 frá og saxaði til að setja ofaná.
- 1/4 tsk salt
- 1 tsk kanill
- 1,5 bolli (3,5dl) hafrar
- 1/2 bolli (1dl) prótein duft (ég notaði hreint duft bara, gæti trúað að vanillu eða súkkulaði sé gott líka)
- 1/3 bolli (1/2 dl) sýróp
- ca 1/2 plata af 70% dökku súkkulaði

Byrjið á að mauka möndlur og salt í matvinnsluvél þar til það verður alveg að fíngerðu mjöli. Næst er kanil, höfrum, próteindufti og sýrópi bætt við og maukað þar til verður deigkennt. Því er svo pressað með höndum og skeið í lítið mót, möndlum stráð yfir og bræddu súkkulaði og loks kælt í amk 30mín. 
Einfaldara gerist það varla! :) 


Yndislegt! Tók alla lotuna með mér í vinnuna og var þetta búið í lok dags :)



Njótið <3 




Thursday 17 July 2014

Food prepping


Það er búið að vera klikkun að gera. Samt ekkert out of the ordinary, en það munar um að vinna heilan vinnudag. Yfirleitt er ég farin snemma á morgnanna í minn 9klst vinnudag, svo er hoppað beint eftir á að æfa, hvort sem það er brazilian jiu jitsu, kickbox eða mma (nýbyrjuð í því líka! :) svo gaman). 
Þetta þýðir að ég er ekki komin heim aftur fyrr en um hálf 9-9 á kvöldin og á þá eftir að borða og jafnvel fara í sturtu.
Þetta kallar á mikið skipulag í mataræðinu. Tók eina viku þar sem slíkt skipulag fór ekki fram og endaði á að borða poppkex og jógúrt allan vinnudaginn. Ekki hollt og ekki gaman.

Því tók ég mig heldur betur á seinasta sunnudag, og eldaði nokkra rétti fyrir vikuna. Ég ætla að reyna að halda í þessa reglu - sunnudags food prepping! Það tekur ekki langan tíma ef það er búið að kaupa í matinn og þetta þarf ekki að vera flókiđ :) 

Ég sýð sætar kartöflur og brokkolí/spergilkál í stórum potti, quinoa í öðrum og hef svo mismunandi prótein gjafa. Endilega látið ímyndunaraflið flakka. Grilluð paprika og tómatar hafa einnig verið skemmtileg tilbreytning, svo og butternut squash í stað sætu kartöflunnar (fæst í krónunni, bónus og fleira). 



Njótið þess sem eftir er vikunnar elskunnar :)