Sunday 20 July 2014

chocolate almond protein bars


Þvílíkur munaður sem þessir prótein klattar eru. Þetta var að sjálfsögðu sent í smökkun og sló alveg í gegn. Þetta er hreinasta nammi á bragðið, en einnig stútfullt af heilindum. Laugardagsnammi sem gefur af sér. 
Svo er þetta einstaklega fljótlegt og auðvelt. Enginn bakstur eða vesen. Aðeins að matvinnsluvélast. 

Svoleiðis uppskriftir eru uppáhalds, matvinnsluvél og búmm..eitthvað gúrmei er tilbúið. 
Það er hægt að breyta þessari uppskrift á ýmsa vegu eftir hentugleika, sleppa súkkulaðinu eða hafa eitthvað annað ofan á en möndlur. Ég notaði glúteinlausa hafra en það fer alveg eftir hentugleika, eins með sýrópið, það getur verið agave, hlynsýróp eða walden farms ef þið viljið sykurlaust. 
Ég hafði þessa uppskrift vegan að þessu sinni, eða nýja fína íslenska orðið: að hætti grænkera. Því skiptir máli ef þið viljið hafa uppskriftina þannig, að passa að súkkulaðið innihaldi ekki mjólkurprótein, né prótein duftið :)

Innihaldið er:
- 1 bolli (2,5 dl ca) af möndlum. Ég tók ca 1/4 frá og saxaði til að setja ofaná.
- 1/4 tsk salt
- 1 tsk kanill
- 1,5 bolli (3,5dl) hafrar
- 1/2 bolli (1dl) prótein duft (ég notaði hreint duft bara, gæti trúað að vanillu eða súkkulaði sé gott líka)
- 1/3 bolli (1/2 dl) sýróp
- ca 1/2 plata af 70% dökku súkkulaði

Byrjið á að mauka möndlur og salt í matvinnsluvél þar til það verður alveg að fíngerðu mjöli. Næst er kanil, höfrum, próteindufti og sýrópi bætt við og maukað þar til verður deigkennt. Því er svo pressað með höndum og skeið í lítið mót, möndlum stráð yfir og bræddu súkkulaði og loks kælt í amk 30mín. 
Einfaldara gerist það varla! :) 


Yndislegt! Tók alla lotuna með mér í vinnuna og var þetta búið í lok dags :)



Njótið <3 




No comments:

Post a Comment