Thursday 17 July 2014

Food prepping


Það er búið að vera klikkun að gera. Samt ekkert out of the ordinary, en það munar um að vinna heilan vinnudag. Yfirleitt er ég farin snemma á morgnanna í minn 9klst vinnudag, svo er hoppað beint eftir á að æfa, hvort sem það er brazilian jiu jitsu, kickbox eða mma (nýbyrjuð í því líka! :) svo gaman). 
Þetta þýðir að ég er ekki komin heim aftur fyrr en um hálf 9-9 á kvöldin og á þá eftir að borða og jafnvel fara í sturtu.
Þetta kallar á mikið skipulag í mataræðinu. Tók eina viku þar sem slíkt skipulag fór ekki fram og endaði á að borða poppkex og jógúrt allan vinnudaginn. Ekki hollt og ekki gaman.

Því tók ég mig heldur betur á seinasta sunnudag, og eldaði nokkra rétti fyrir vikuna. Ég ætla að reyna að halda í þessa reglu - sunnudags food prepping! Það tekur ekki langan tíma ef það er búið að kaupa í matinn og þetta þarf ekki að vera flókiđ :) 

Ég sýð sætar kartöflur og brokkolí/spergilkál í stórum potti, quinoa í öðrum og hef svo mismunandi prótein gjafa. Endilega látið ímyndunaraflið flakka. Grilluð paprika og tómatar hafa einnig verið skemmtileg tilbreytning, svo og butternut squash í stað sætu kartöflunnar (fæst í krónunni, bónus og fleira). 



Njótið þess sem eftir er vikunnar elskunnar :) 



No comments:

Post a Comment