Thursday 24 July 2014

Gluten free brownie bites


Þessar kökur eru sannkallaðir orkubitar. Ég henti í þessa uppskrift þegar mig vantaði eitthvað snöggt millimál þegar blóðsykurinn var að taka dýfur. Um þetta leiti var ég að auka snöggt við æfingar og fékk mikið viðbragð í brennslu sem leiddi til þess að ég fékk mjög skyndilegt blóðsykurfall, án lítils fyrirvara. Yfirleitt var þetta að gerast í vinnunni og ekki alltaf í boði að fara að háma í sig. 

Því vantaði mig eitthvað sem auðvelt er að grípa í og gefur góða orku. Þessir bitar seðja vel og eru frábærir fyrir "bulking" tímabilin enda stútfull af yndislegu og heilnæmu hráefni, en einnig nokkuð hitaeiningaríkar. 
Pandan var svo sannarlega glöð með þessa súkkulaði bita! :)

Hráefnin:
- Banani
- 3 egg
- 3 mtsk kókosolía
- 1 tsk vanillu extrakt
- 1 tsk matarsódi 
- 1/2 tsk lyfitduft
- 1 stórt avókado, vel þroskað
- 1 bolli (2,5 dl) kókosmjöl
- 1 bolli stevia duft
- 1/2 bolli (1dl) ósætt kakóduft
- 4 mjúkar döðlur
- 1/4 plata hvítt súkkulaði

Döðlum, banana og 1/2 dl af vatni (ef þarf) er maukað í matvinnsluvél, svo rest blandað við. Deigið kældi ég í í klst og mótaði svo í kúlur. Bakað í 10mín við 200°C.
Kökunum var aðeins leyft að kólna, svo bræddu hvítu súkkulaði dreift yfir og leyft að kólna enn frekar. Yndislegt!


Fallega græn lárpera <3 



Fyrst ég átti fersk jarðaber og auka hvítt súkkulaði <3 



No comments:

Post a Comment