Monday 16 June 2014

Simple foods

Þessa dagana er lítið gert annað en að vinna og æfa, svo ég hef komist upp á lagið með að skipuleggja máltíðir mínar fram í tíman og hafa þær fljótlegar og einfaldlegar.
Það getur einfaldlega verið must að hafa matarplanið á hreinu og gefa sér smá tíma í að undirbúa það, enda fátt leiðinlegra en að lenda í blóðsykursfalli með svima og ógleði á miðri vakt :)

Líkaminn minn er nefnilega ekki fyrir það að sleppa mat, og lætur svo sannarlega vita af sér þegar þess er þörf, því passa ég mig vel að hafa alltaf nóg með mér út í daginn, sérstaklega þegar teknar eru æfingar fyrir og eftir vinnu.


Um daginn henti ég í rauðrófu smoothie sem innihélt eiginlega allt í grænmetis og ávaxta skúffunni:
- möndlumjólk
- fersk bláber
- Hreinn rauðrófusafi frá Biotta
- Banana
- lúka af lambhaga salati
- frosnir melónubitar

Virkilega seðjandi og góður smoothie :)


Mér finnst rosalega gott að vera með skál af allskonar möndlum, hnetum og öðru góðgæti til handar í vinnunni :) Æðislegt að grípa í þetta ef orkan er orðin lág, og gott nart með kaffinu


Chia grautur í morgunmat er enn í miklu uppáhaldi hjá mér en þessi inniheldur:

mtsk hafrar
1,5 mtsk chia fræ
1 dl möndlu mjólk
lúka af goji berjum
geymt í kæli yfir nóttina

Dagin eftir finnst mér voða gott að bæta ávexti út í en niðurskorinn banani verður gjarnan fyrir valinu.



Einfalt og fljótlegt að taka til: eggjahræra, grillaður tómatur og avokadó :)


Suma daga geng ég út með heil mikið nesti


Ein svona ræktarmynd í lokin, er að elska að vera í world class afþví ég flakka mikið á milli staða í vinnunni, svo það er æðislegt að hafa úr nægu að velja um staðsetningu ræktarinnar :)



No comments:

Post a Comment