Sunday 1 June 2014

Food diaries

Enn er búið að vera mikið að gera, eyddi stórum hluta laugardagsins í þrif og er nú búin að skila af mér, en aftur á móti er  varla þverfótað fyrir kössum og dóti sem þarf að ganga frá. Hrikalega skemmtilegt ;)

Ég passaði þó að borða vel og eru hér myndir af nokkrum réttum sem ég teldi of einfalda til að setja inn sem uppskrift, en einfaldur matur getur oft verið alveg jafn góður :)


Uppáhaldið mitt í morgunmat þessa dagana :) hafra- og chia grautur sem hefur legið í möndlumjólk yfir nótt, með ávöxtum. Falleg og góð bláber úr Víði urðu fyrir valinu að þessu sinni. 


Bragðmikið og gott salat, sem er einnig fallegt fyrir augað. Bláber, lambhaga salatblöð, brokkolí og quorn grænmetis fillet. 


Sellerí með hreinu hnetussmjöri og hökkuðum möndlum er fínasta millimál :)


Fengið sér eftir æfingu! :) Egg og avókadó, namm.




No comments:

Post a Comment