Sunday 22 June 2014

PB&J smoothie


Þann 17.júní var góður frídagur og gerði ég vel við mig með því að útbúa yndislegan smoothie þar sem hnetusmjör og fersk jarðaber voru í aðal hlutverki. Hann er sætur og virkilega leikur við bragðlaukana án þess að vera væminn. 
Með þessum yndis smoothie bar ég fram dýrindis prótein pönnukökur sem ég hef birt uppskrift af áður, en bætti þó við hana matskeið af chia fræjum og leyfði þeim að liggja aðeins í blöndunni. 

Frábær hádegismatur sem ég naut góðri samvisku.



Í drykkinn fór:

- 1 dl möndlu mjólk
- mtsk hreint, lífrænt hnetusmjör
- 4 stórar, mjúkar döðlur (munið að taka steininn úr)
- Frosinn banani (það er mjög þægilegt að eiga 1-2 stk tilbúna í frystinum) 
- 1 dl fersk jarðaber
- 1/2 tsk vanillu extrakt




Ljúffengar prótein-chia pönnukökur





No comments:

Post a Comment