Wednesday 28 May 2014

Salad time


Stundum er hrikalega gott að henda í skál hitt og þetta sem til er í eldhúsinu og kalla það salat. Það er búið að vera í nægu að snúast síðan vörninni og náminu lauk, en m.a. byrjaði ég að vinna og fór til Vestmannaeyja í faðm fjölskyldunnar (og tveggja fjórfætlinga). 
Núna standa yfir flutningar hjá mér og því lítill tími til að vippa upp gúrmei máltíðum, en þetta salat olli mér þó ekki vonbrigðum. 
Í það fór: gúrka, kálblanda, paprika, tómatur, döðlur skornar smátt, handfylli af goji berjum, mtsk af brauðteningum og vel þroskað avókadó :) fljótlegt og gott.

Ég er þá aftur farin að pakka niður!



Friday 16 May 2014

instagram 4


Vörnin var í gær og hér með er öllu skólastússinu lokið :) Nú er aðeins að bíða eftir formlegri prófgráðu sem verður afhent í útskriftarathöfn HÍ í júní, og þar með get ég sótt um leyfi til Embætti landlæknis sem lyfjafræðingur! :D

Hér eru nokkrar nýlegar myndir af instagramínu mínu en fljótlega fara uppskriftir að detta inn aftur :)


1. Litrík og sumarleg grænmetiskássa elduð í hádeginu
2. Sátt með að vera búin að flytja fyrirlestur og verja ritgerðina


3. Bekkjarsystur mínar eru vitni um það hversu mikið melónu amino energy hefur verið ofnotað seinustu vikur
4. Fallegu vinkonur mínar að fagna 24 ára afmæli mínu með mér


5. Ofnbakaður aspas er virkilega góður :)
6. Skittles er afar hrifin af því að hanga í kössum


7. Ljúfur smoothie sem gleður augað
8. Það var aðeins skroppið í spa í einni lærdómspásunni 


- Amanda <3 



Thursday 8 May 2014

Berrylicious overnight chia-oats


Alltaf er ég að reyna að þróa áfram blessaða hafragrautinn þar sem þessi klassíski gerir svo lítið fyrir mig. Áður hef ég sett inn uppskrift af bökuðum höfrum og ákvað að fara að prófa mig áfram með hafra og chia fræ. Úr varð þessi gómsæti morgunmatur, sem ég fékk mér þó á laugardegi þannig það var gert aðeins betur við sig en vanalega :3 
Þessi útgáfa myndi í raunninni henta sem afbragðs eftirréttur. Hægt er að hafa hverskonar ávexti með, bæta við fræjum og kókos, endilega verið dugleg að prófa ykkur áfram. Sama á við um súkkulaðið, það var hugsað aðeins meira sem laugardags en smá dökkt gerir manni ekki illt <3 

Hráefni:
- 1/2 dl jarðaber
- 1/2 dl möndlumjólk
- 1/4 dl hafrar  
- 1 msk chia fræ 
- 1/2 msk fínrifinn kókos/kókosmjöl
- 1 tsk hlynsýróp
- 1/2 tsk vanillu extrakt

Dagin eftir bætti ég svo við hindberjum, dökku súkkulaði og hnetumjöri en þetta er að sjálfsögðu valkostir eftir hentugleika. Ég missti mig aðeins í matargleðinni en ég á það til að fara í "use all the things mode" í eldhúsinu. 
Þetta er vegan og einnig hægt að gera glútein lausan með því að skipta út venjulegum höfrum fyrir GF hafra. 


Ég blandaði öllu saman í stóra skál afþví ég er svo mikil subba :-) svo var því skellt í glerkrukku og beint í ísskápinn, voða hentugt. 


Mettandi og fljótlegur réttur til að grípa í


Hnetusmjörið var æði með þessu, enda erum við góðir vinir :3


Nomnom..þetta var svo mettandi að eftir hálfa krukku gat ég ekki meir, mér til mikillar gleði því þá átti ég afgang fyrir næsta dag :D


- Amanda <3 



Thursday 1 May 2014

Masters ritgerð- skilað!




Loksins loksins loksins. Skilaði þessu skemmti lesefni í gær ;) Mikið var það gaman, og rosalega stressandi. Seinustu vikur hafa verið afar sérstakar, öll orkan hefur beinst að þessu verkefni, þar sem aðrar frumþarfir eins og svefn og matur fá minna vægi. Einnig verð ég að viðurkenna að stundum var stutt í tárin ;) og ósjaldan langaði mér að grýta tölvunni minni í vegginn.. haha..svo sannarlega tilfinninganæmt tímabil. 

Núna er aðeins vörnin eftir, sem er eftir 2 vikur! :) Hún er einnig frekar stressandi auk þess sem það er frekar óþægilegt að nú sé verkefninu skilað og engu hægt að bæta við eða laga. En þetta fer allt vel og er þetta áfangi sem ég hef lært mikið af :) Fljótlega fara að detta inn uppskriftir aftur, þetta er allt að koma!


Annað heimilið mitt. 


Að sjálfsögðu var fagnað ritgerðarskilum í gær og skálað í bjór :D

Deginum hefur verið eytt í kósyheit, ræktina, rölta í miðbænum í sólinni með kaffi í hönd, og glíma við yndislega fólkið í vbc. Á morgun hefst svo undirbúningur fyrir vörnina miklu :) 

Njótiði lífsins elskurnar <3 

- Amanda