Thursday 1 May 2014

Masters ritgerð- skilað!




Loksins loksins loksins. Skilaði þessu skemmti lesefni í gær ;) Mikið var það gaman, og rosalega stressandi. Seinustu vikur hafa verið afar sérstakar, öll orkan hefur beinst að þessu verkefni, þar sem aðrar frumþarfir eins og svefn og matur fá minna vægi. Einnig verð ég að viðurkenna að stundum var stutt í tárin ;) og ósjaldan langaði mér að grýta tölvunni minni í vegginn.. haha..svo sannarlega tilfinninganæmt tímabil. 

Núna er aðeins vörnin eftir, sem er eftir 2 vikur! :) Hún er einnig frekar stressandi auk þess sem það er frekar óþægilegt að nú sé verkefninu skilað og engu hægt að bæta við eða laga. En þetta fer allt vel og er þetta áfangi sem ég hef lært mikið af :) Fljótlega fara að detta inn uppskriftir aftur, þetta er allt að koma!


Annað heimilið mitt. 


Að sjálfsögðu var fagnað ritgerðarskilum í gær og skálað í bjór :D

Deginum hefur verið eytt í kósyheit, ræktina, rölta í miðbænum í sólinni með kaffi í hönd, og glíma við yndislega fólkið í vbc. Á morgun hefst svo undirbúningur fyrir vörnina miklu :) 

Njótiði lífsins elskurnar <3 

- Amanda 


No comments:

Post a Comment