Thursday 8 May 2014

Berrylicious overnight chia-oats


Alltaf er ég að reyna að þróa áfram blessaða hafragrautinn þar sem þessi klassíski gerir svo lítið fyrir mig. Áður hef ég sett inn uppskrift af bökuðum höfrum og ákvað að fara að prófa mig áfram með hafra og chia fræ. Úr varð þessi gómsæti morgunmatur, sem ég fékk mér þó á laugardegi þannig það var gert aðeins betur við sig en vanalega :3 
Þessi útgáfa myndi í raunninni henta sem afbragðs eftirréttur. Hægt er að hafa hverskonar ávexti með, bæta við fræjum og kókos, endilega verið dugleg að prófa ykkur áfram. Sama á við um súkkulaðið, það var hugsað aðeins meira sem laugardags en smá dökkt gerir manni ekki illt <3 

Hráefni:
- 1/2 dl jarðaber
- 1/2 dl möndlumjólk
- 1/4 dl hafrar  
- 1 msk chia fræ 
- 1/2 msk fínrifinn kókos/kókosmjöl
- 1 tsk hlynsýróp
- 1/2 tsk vanillu extrakt

Dagin eftir bætti ég svo við hindberjum, dökku súkkulaði og hnetumjöri en þetta er að sjálfsögðu valkostir eftir hentugleika. Ég missti mig aðeins í matargleðinni en ég á það til að fara í "use all the things mode" í eldhúsinu. 
Þetta er vegan og einnig hægt að gera glútein lausan með því að skipta út venjulegum höfrum fyrir GF hafra. 


Ég blandaði öllu saman í stóra skál afþví ég er svo mikil subba :-) svo var því skellt í glerkrukku og beint í ísskápinn, voða hentugt. 


Mettandi og fljótlegur réttur til að grípa í


Hnetusmjörið var æði með þessu, enda erum við góðir vinir :3


Nomnom..þetta var svo mettandi að eftir hálfa krukku gat ég ekki meir, mér til mikillar gleði því þá átti ég afgang fyrir næsta dag :D


- Amanda <3 



No comments:

Post a Comment