Tuesday 15 April 2014

What do you eat during exam season?


I have to be straight with you. My cooking lately has been pretty much..absent. I have a masters thesis up in two weeks and the pressure is kicking in. Hard. I go for fast and easy energy, but I try to keep it healthy none the less. When pressure is high and little time to go, it can be easy to forget your values and just binge on whatever works, but that‘s not going to do much help in the long run. I can feel that I often have to remind myself to eat, and tell myself that 3 rice cakes and a few walnuts is not dinner. Losing weight during these times has become a habit.

What can be done to make these times easier? Buckle up on healthy and easy attainable foods. I snack on fruit, raw bars (I like nákd, they are raw vegan and gluten free, plus they‘re affordable), cottage cheese with applesauce and fruit (someone asked in horror the other day if I was eating baby food, but hey, it tastes really good), wholesome rye bread with lots and lots of hummus with veggies like cucumber and tomatoes. 
It‘s easy to forget meals, then end up in a binge eating contest at subway. This is not doing you a favor however. I try to remind myself that I need fuel to keep going, and that if the fuel I go for is bad, this will show in my work.

Try to plan your week J go for easy and healthy snacks like the ones I stated above. Nuts, berries, dried fruit (watch out for sugar content though) and Greek yogurt are also great snacks. Make a shopping list of snacks and foods that don‘t require cooking, or minimum at least. I know the noodles are a cheap and easy way out, but all it does is fill your stomach and satisfy that hunger feeling.

Fuel up! Because you deserve it, your brain deserves it and it will make you feel better :) 

_______________________

Ég verð því miður að viðurkenna að undanfarið hef ég varla eldað neitt. Hvað er í gangi? Jú nefnilega prófa- og verkefnatíð. Tímabil sem allir nemendur þekkja og ganga í gegnum. Ég er að skila af mér masters ritgerð eftir 2 vikur og miiikið eftir að gera. Álagið er því mikið eftir því, og ekki mikill vilji til að eyða tímanum í „óþarfa“ eldamennsku.

Ég þekki mína rútinu í prófum orðið ansi vel, enda að ljúka mínu 5. háskóla ári. Maður gleymir að borða, og þegar orkan er orðin of lítil er gripið í það sem hendi er næst. Það er auðvelt að gleyma því að borða hollt og hjá mér er sérstaklega vandamál að muna að borða. Sem endar þá vanalega í einhverju átkasti á óheppilegum stað, td Subway. Hljómar þetta kunnuglega?

Þessa verkefnatíð hef ég reynt að passa upp á mataræðið og taka ekki algjöra U-beygju. Ég gleymi enn soldið að borða en hef tekist vel upp með að halda mér frá óhollustunni.
Hvað er hægt að gera til að einfalda þessa tíma? Undirbúa vikuna vel með því að búa til lista yfir mat sem fljótlegt og auðvelt er að matreiða og grípa í þegar þörf er á. Ýmislegt sem hentar bæði sem millimál eða máltíð. Ég er ekki að borða mikið í einu en þá bara aðeins oftar, enda tekur stuttan tíma að leggja til munns eins og eitt hrökkbrauð.

Fyrir mig virkar að eiga nóg af ávöxtum, hráfæðis börum (nákd er uppáhalds), kotasælu með eplamauki (Hægt að fá alveg hreint og sykurlaust frá Sollu), gróf hrökkbrauð með hummus og grænmeti eins og gúrku eða tómat. Hnetur, ber, þurrkaðir ávextir (ath að hér þarf að skoða sykurmagnið á umbúðunum), grísk jógúrt. Það er ýmislegt í boði sem tekur enga stund að fá sér, og gefur líkamanum góða orku J

Það skiptir nefnilega miklu máli á álagstímum. Einstaklingar eru að sitja langa daga (jafnvel nætur) og þurfa ekki einungis að hugsa um það að líkaminn haldi út, heldur hugurinn líka. Hugurinn þarf sína orku til að geta unnið vel úr upplýsingum og hef ég því hugsað matinn minn sem eldsneyti. Ég tel mig ekki komast langt ef eldsneytið er skjót orka sem hrynur hratt, eins og nammi, eða næringarlausar núðlur sem gera það eitt að fylla tómarúmið.

Fyllið á tankinn og kláriði törnina J þið eigið það skilið, líkami ykkar og hugur á það skilið og það skilar sér í betri líðan.

Gangi ykkur ofsalega vel elskurnar! Með fylgja myndir af flestu úr Bónus ferð minni frá því í gær þar sem ég reyndi að hafa í huga hvað væri hollt, einfalt og fljótlegt að grípa í.


Power through!



- Amanda <3 

No comments:

Post a Comment