Thursday 24 July 2014

Gluten free brownie bites


Þessar kökur eru sannkallaðir orkubitar. Ég henti í þessa uppskrift þegar mig vantaði eitthvað snöggt millimál þegar blóðsykurinn var að taka dýfur. Um þetta leiti var ég að auka snöggt við æfingar og fékk mikið viðbragð í brennslu sem leiddi til þess að ég fékk mjög skyndilegt blóðsykurfall, án lítils fyrirvara. Yfirleitt var þetta að gerast í vinnunni og ekki alltaf í boði að fara að háma í sig. 

Því vantaði mig eitthvað sem auðvelt er að grípa í og gefur góða orku. Þessir bitar seðja vel og eru frábærir fyrir "bulking" tímabilin enda stútfull af yndislegu og heilnæmu hráefni, en einnig nokkuð hitaeiningaríkar. 
Pandan var svo sannarlega glöð með þessa súkkulaði bita! :)

Hráefnin:
- Banani
- 3 egg
- 3 mtsk kókosolía
- 1 tsk vanillu extrakt
- 1 tsk matarsódi 
- 1/2 tsk lyfitduft
- 1 stórt avókado, vel þroskað
- 1 bolli (2,5 dl) kókosmjöl
- 1 bolli stevia duft
- 1/2 bolli (1dl) ósætt kakóduft
- 4 mjúkar döðlur
- 1/4 plata hvítt súkkulaði

Döðlum, banana og 1/2 dl af vatni (ef þarf) er maukað í matvinnsluvél, svo rest blandað við. Deigið kældi ég í í klst og mótaði svo í kúlur. Bakað í 10mín við 200°C.
Kökunum var aðeins leyft að kólna, svo bræddu hvítu súkkulaði dreift yfir og leyft að kólna enn frekar. Yndislegt!


Fallega græn lárpera <3 



Fyrst ég átti fersk jarðaber og auka hvítt súkkulaði <3 



Sunday 20 July 2014

chocolate almond protein bars


Þvílíkur munaður sem þessir prótein klattar eru. Þetta var að sjálfsögðu sent í smökkun og sló alveg í gegn. Þetta er hreinasta nammi á bragðið, en einnig stútfullt af heilindum. Laugardagsnammi sem gefur af sér. 
Svo er þetta einstaklega fljótlegt og auðvelt. Enginn bakstur eða vesen. Aðeins að matvinnsluvélast. 

Svoleiðis uppskriftir eru uppáhalds, matvinnsluvél og búmm..eitthvað gúrmei er tilbúið. 
Það er hægt að breyta þessari uppskrift á ýmsa vegu eftir hentugleika, sleppa súkkulaðinu eða hafa eitthvað annað ofan á en möndlur. Ég notaði glúteinlausa hafra en það fer alveg eftir hentugleika, eins með sýrópið, það getur verið agave, hlynsýróp eða walden farms ef þið viljið sykurlaust. 
Ég hafði þessa uppskrift vegan að þessu sinni, eða nýja fína íslenska orðið: að hætti grænkera. Því skiptir máli ef þið viljið hafa uppskriftina þannig, að passa að súkkulaðið innihaldi ekki mjólkurprótein, né prótein duftið :)

Innihaldið er:
- 1 bolli (2,5 dl ca) af möndlum. Ég tók ca 1/4 frá og saxaði til að setja ofaná.
- 1/4 tsk salt
- 1 tsk kanill
- 1,5 bolli (3,5dl) hafrar
- 1/2 bolli (1dl) prótein duft (ég notaði hreint duft bara, gæti trúað að vanillu eða súkkulaði sé gott líka)
- 1/3 bolli (1/2 dl) sýróp
- ca 1/2 plata af 70% dökku súkkulaði

Byrjið á að mauka möndlur og salt í matvinnsluvél þar til það verður alveg að fíngerðu mjöli. Næst er kanil, höfrum, próteindufti og sýrópi bætt við og maukað þar til verður deigkennt. Því er svo pressað með höndum og skeið í lítið mót, möndlum stráð yfir og bræddu súkkulaði og loks kælt í amk 30mín. 
Einfaldara gerist það varla! :) 


Yndislegt! Tók alla lotuna með mér í vinnuna og var þetta búið í lok dags :)



Njótið <3 




Thursday 17 July 2014

Food prepping


Það er búið að vera klikkun að gera. Samt ekkert out of the ordinary, en það munar um að vinna heilan vinnudag. Yfirleitt er ég farin snemma á morgnanna í minn 9klst vinnudag, svo er hoppað beint eftir á að æfa, hvort sem það er brazilian jiu jitsu, kickbox eða mma (nýbyrjuð í því líka! :) svo gaman). 
Þetta þýðir að ég er ekki komin heim aftur fyrr en um hálf 9-9 á kvöldin og á þá eftir að borða og jafnvel fara í sturtu.
Þetta kallar á mikið skipulag í mataræðinu. Tók eina viku þar sem slíkt skipulag fór ekki fram og endaði á að borða poppkex og jógúrt allan vinnudaginn. Ekki hollt og ekki gaman.

Því tók ég mig heldur betur á seinasta sunnudag, og eldaði nokkra rétti fyrir vikuna. Ég ætla að reyna að halda í þessa reglu - sunnudags food prepping! Það tekur ekki langan tíma ef það er búið að kaupa í matinn og þetta þarf ekki að vera flókiđ :) 

Ég sýð sætar kartöflur og brokkolí/spergilkál í stórum potti, quinoa í öðrum og hef svo mismunandi prótein gjafa. Endilega látið ímyndunaraflið flakka. Grilluð paprika og tómatar hafa einnig verið skemmtileg tilbreytning, svo og butternut squash í stað sætu kartöflunnar (fæst í krónunni, bónus og fleira). 



Njótið þess sem eftir er vikunnar elskunnar :) 



Sunday 22 June 2014

PB&J smoothie


Þann 17.júní var góður frídagur og gerði ég vel við mig með því að útbúa yndislegan smoothie þar sem hnetusmjör og fersk jarðaber voru í aðal hlutverki. Hann er sætur og virkilega leikur við bragðlaukana án þess að vera væminn. 
Með þessum yndis smoothie bar ég fram dýrindis prótein pönnukökur sem ég hef birt uppskrift af áður, en bætti þó við hana matskeið af chia fræjum og leyfði þeim að liggja aðeins í blöndunni. 

Frábær hádegismatur sem ég naut góðri samvisku.



Í drykkinn fór:

- 1 dl möndlu mjólk
- mtsk hreint, lífrænt hnetusmjör
- 4 stórar, mjúkar döðlur (munið að taka steininn úr)
- Frosinn banani (það er mjög þægilegt að eiga 1-2 stk tilbúna í frystinum) 
- 1 dl fersk jarðaber
- 1/2 tsk vanillu extrakt




Ljúffengar prótein-chia pönnukökur





Monday 16 June 2014

Simple foods

Þessa dagana er lítið gert annað en að vinna og æfa, svo ég hef komist upp á lagið með að skipuleggja máltíðir mínar fram í tíman og hafa þær fljótlegar og einfaldlegar.
Það getur einfaldlega verið must að hafa matarplanið á hreinu og gefa sér smá tíma í að undirbúa það, enda fátt leiðinlegra en að lenda í blóðsykursfalli með svima og ógleði á miðri vakt :)

Líkaminn minn er nefnilega ekki fyrir það að sleppa mat, og lætur svo sannarlega vita af sér þegar þess er þörf, því passa ég mig vel að hafa alltaf nóg með mér út í daginn, sérstaklega þegar teknar eru æfingar fyrir og eftir vinnu.


Um daginn henti ég í rauðrófu smoothie sem innihélt eiginlega allt í grænmetis og ávaxta skúffunni:
- möndlumjólk
- fersk bláber
- Hreinn rauðrófusafi frá Biotta
- Banana
- lúka af lambhaga salati
- frosnir melónubitar

Virkilega seðjandi og góður smoothie :)


Mér finnst rosalega gott að vera með skál af allskonar möndlum, hnetum og öðru góðgæti til handar í vinnunni :) Æðislegt að grípa í þetta ef orkan er orðin lág, og gott nart með kaffinu


Chia grautur í morgunmat er enn í miklu uppáhaldi hjá mér en þessi inniheldur:

mtsk hafrar
1,5 mtsk chia fræ
1 dl möndlu mjólk
lúka af goji berjum
geymt í kæli yfir nóttina

Dagin eftir finnst mér voða gott að bæta ávexti út í en niðurskorinn banani verður gjarnan fyrir valinu.



Einfalt og fljótlegt að taka til: eggjahræra, grillaður tómatur og avokadó :)


Suma daga geng ég út með heil mikið nesti


Ein svona ræktarmynd í lokin, er að elska að vera í world class afþví ég flakka mikið á milli staða í vinnunni, svo það er æðislegt að hafa úr nægu að velja um staðsetningu ræktarinnar :)



Sunday 1 June 2014

Food diaries

Enn er búið að vera mikið að gera, eyddi stórum hluta laugardagsins í þrif og er nú búin að skila af mér, en aftur á móti er  varla þverfótað fyrir kössum og dóti sem þarf að ganga frá. Hrikalega skemmtilegt ;)

Ég passaði þó að borða vel og eru hér myndir af nokkrum réttum sem ég teldi of einfalda til að setja inn sem uppskrift, en einfaldur matur getur oft verið alveg jafn góður :)


Uppáhaldið mitt í morgunmat þessa dagana :) hafra- og chia grautur sem hefur legið í möndlumjólk yfir nótt, með ávöxtum. Falleg og góð bláber úr Víði urðu fyrir valinu að þessu sinni. 


Bragðmikið og gott salat, sem er einnig fallegt fyrir augað. Bláber, lambhaga salatblöð, brokkolí og quorn grænmetis fillet. 


Sellerí með hreinu hnetussmjöri og hökkuðum möndlum er fínasta millimál :)


Fengið sér eftir æfingu! :) Egg og avókadó, namm.




Wednesday 28 May 2014

Salad time


Stundum er hrikalega gott að henda í skál hitt og þetta sem til er í eldhúsinu og kalla það salat. Það er búið að vera í nægu að snúast síðan vörninni og náminu lauk, en m.a. byrjaði ég að vinna og fór til Vestmannaeyja í faðm fjölskyldunnar (og tveggja fjórfætlinga). 
Núna standa yfir flutningar hjá mér og því lítill tími til að vippa upp gúrmei máltíðum, en þetta salat olli mér þó ekki vonbrigðum. 
Í það fór: gúrka, kálblanda, paprika, tómatur, döðlur skornar smátt, handfylli af goji berjum, mtsk af brauðteningum og vel þroskað avókadó :) fljótlegt og gott.

Ég er þá aftur farin að pakka niður!