Friday 17 January 2014

Carrot- and sweet potato soup


Í gær eldaði ég fyrir mig og vinkonu mína gulróta- og sætkartöflu súpu. Það er aðeins farið að hlýna en samt enn kalt og frost, svo upplagt að fá sér súpu sem yljar og fer vel í maga.



Í súpuna notaði ég:
- 6 meðalstórar gulrætur
- Stóra sæta kartöflu
- 1 rauðlauk 
- 1,5 dós af kókosmjólk 
- 5dl vatn
- Hvítlaukssalt
- Pipar
- Kúmen 
- Cayenne pipar


Byrjaði á að hita lauk og gulræturnar í pottinum í nokkrar mínútur, svo sætum kartöflum bætt við ásamt 2 tsk af kúmen og leyft að mýkjast í pottinum í svona 10mín. 


Loks vatni og kókosmjólk bætt við, hitað upp að suðu og svo leyft að malla í um 20-30mín eða þar til grænmetið er orðið vel mjúkt. 


Þegar grænmetið var orðið mjúkt maukaði ég súpuna í matvinnsluvél, það tók nokkur holl þar sem ílátið mitt er ekki sérlega stórt og ég er smávegis klaufi ;) Ég passaði að mauka ekki of mikið en mér finnst gott að hafa súpuna svolítið þykka :) 


Öllu svo skellt aftur í pottinn og blandað vel saman. Kryddað eftir smekk og ekki gleyma að smakka :) ég notaði 2tsk af cayenne pipar og fannst það bara mjög hæfilegt, alls ekki sterkt en gefur smá hlýju. 


Súpan var ljómandi góð en ég skreytti hana með graskersfræum :) svolítill haustfílingur í þessar bragðpallettu sem ég er mjög hrifin af. Súpan er alveg vegan og var meðal þykk, ef þið viljið hafa hana enn þykkari er ekkert mál að draga úr vökvarúmmálinu. 


Berglind vinkona kom með epli og kantalópu í eftirrétt sem við gæddum okkur á ásamt kasjúsmjöri :) 

------------------------------

Yesterday I cooked for me and my friend a delicious carrot- and sweet potato soup. It's still pretty cold here so a warming soup is welcomed. For the soup I used 6 medium carrots, a big sweet potato, 1 red onion, 2,5 cups coconut milk and about 4 cups water. The spices I used were garlic salt, pepper, cayenne pepper and cumin. 

I started with warming up the vegetables in the pot with 2tsp of cumin for a few minutes. Then water and coconut milk was added and brought to boil. I let the soup lightly boil for 20-30mins or until the vegetables were soft and tender. Then the soup was mashed in a food processor.

I needed to do this in several batches since my food processor isn't very big, and I can be a messy cook. Finally everything was mixed together in the pot again and seasoned according to taste. I used 2tsp of cayenne pepper, it made the soup feel warm without coming too strong :) 

For desert we enjoyed a cantaloupe and apples with cashew butter, so good!

Enjoy this vegan soup with its sweet and warm fall flavour. 


- Amanda <3 



No comments:

Post a Comment