Sunday 12 January 2014

A quick lunch


Nú fer þessi vinnuhelgi senn að enda :) Ég ákvað að skella í snöggan hádegismat sem inniheldur sitthvað úr ísskápnum og tekur enga stund að rétta til. Ég átti þegar tilbúið í nestisboxi sætar kartöflur sem var búið að sjóða og sneiða í teninga svo það var kærkomið að nýta sér það.


Skellt var í wok pönnu kjúklingabaunum, tómat, papriku og sætum kartöflum. Matskeið af teriyaki sósunni var bætt við til að smakka :) bragðaðist ljómandi vel. Það er um að gera að bera svona rétt fram með quinoa eða hýðisgrjónum og salati ef tími til þess fæst :)

Ég borða mjög mikið af baunum en ég á rætur að rekja til Brasilíu þar sem matreiðsla þeirra einkennist mikið af nýrnabaunum (og nautakjöti en þann sið læt ég vera). Baunir eru hollur og ódýr próteingjafi og verða oftast fyrir valinu hjá mér. Margar tegundir eru til svo ekki þarf að hafa áhyggjur af fjölbreytileika en stundum ratar fiskur eða soyakjöt/tófú á matardiskinn minn (mjög sparlega þó). 

Eigið yndislegan dag. 

---------------

I made a really quick lunch today with a few ingredients I had in the fridge. I had already prepped sweet potato, so this was super easy and quick. I sauteed together chick peas, tomato, red bell pepper and sweet potato with a tablespoon of teriyaki sauce and voila. You have a meal :) It was super good and gave me an energy boost for the day. Normally I would add quinoa and salad but sometimes you're on the run :)

Beans and legumes are a regular ingredient in Brazilian dishes and are a healthy and cheap protein source. I eat them most of the days of the week, and you don't have to worry about getting sick of them, since there are many types of them, and many ways to incorporate them into your meal :)

Enjoy your day 

- Amanda <3 

No comments:

Post a Comment