Saturday 11 January 2014

new blog

Amanda Panda hér :)

Mig langar að prufa að halda uppi bloggi um hið daglega líf, hugrenningar, mat og hvað sem mér dettur í hug.
Ég er á 5.ári í Lyfjafræði, ný byrjuð að æfa bjj (brazilian jiu jitsu) auk þess að æfa pole fitness og nýt þess að mæta í hot yoga. Matur er oft ofarlega í huga mér, enda þykir mér afar skemmtilegt að útbúa mat, skoða uppskriftir og raða kræsingunum í mig. Ég fylgi ekki neinu sérstöku mataræði, það sem skiptir mig máli er að allt er gott í hófi og hvað lætur mér líða vel :)

Í gær átti ég að mæta á kvöldvakt í vinnunni sem þýðir 18-24 vinna. Því setti ég saman stórt salat, venjulega myndi þetta magn vera of mikið en ég vildi reyna að halda mér góðri mest alla vaktina.


A big salad before an evening shift at work :)

Í salatið fór kál, spínat, gúrka, tómatur, quinoa, sætar kartöflur og sesam fræ. Þarna gerði ég ágætis rookie mistök að ætla að belgja mig út í von um að ég yrði ekki svöng aftur næstu 6 tímana. Best hefði verið að taka restina með sér í nesti en auðvitað varð ég aftur svöng á vakt. 
Þegar skotist var í Nóatún langaði mér í eitthvað sætt (satt að segja langaði mér í nammi) en keypti mér dýrindis vínber og engifer gos. 
Þetta er hands down besta gos sem ég hef nokkurn tíman smakkað, ég kaupi afar sjaldan gos, og verður þá þetta alltaf fyrir valinu :)

Engiferinn kickar vel inn og þetta er fullkomin blanda af sterku og sætu / I rarely buy soda drinks, but when I do, this is the best ever!

Í dag var dagvakt þar sem ég færi ekki í mat fyrr en um tvö leitið þannig staðgóður morgunmatur varð fyrir valinu. 


Ég bjó mér til ljúffengan boost og harðsoðin egg. Boostið innihélt:
- soya mjólk
- smá appelsínusafi
- banani
- frosin berjablanda
- spínat 
- sléttfull skeið af vanillu próteini 
- tsk kasjúsmjör
- smá vatn

Vatninu skelli ég í til þynningar en ég vil ekki hafa boostið of þykkt. Ég gerði nóg í 3 svona glös og var þetta hæfilegt magn sem gaf mér orku til matarpásunnar :)

Í bakgrunninn sést í þessa fínu pug salt og pipar stauka sem ég fékk í jólagjöf. Þeir hittu beint í mark!  

------------------------

Greetings from Amanda Panda :)

I'm starting this blog focusing on food and lifestyle, as well as being a personal blog. I am finishing a masters degree in pharmacy which I enjoy very much. I love versatile workouts and am currently training Brazilian jiu jitsu, pole fitness as well as enjoying hot yoga and hitting the gym! 

I'm born in Brazil but raised in Iceland so it can be said that my cooking has many influences. The food published here will be mostly healthy since I try to keep up a healthy lifestyle to make myself and my body feel good. You will notice vegetarian, vegan, pescetarian and paleo dishes, and of course on a student based budget. 

- Amanda

1 comment: