Wednesday 15 January 2014

Teriyaki salmon


Ég átti tvo litla laxabita í frystinum svo mér fannst tilvalið að útbúa teriyaki lax :)


Í réttinn þarf ekki mörg hráefni en að þessu sinni var rauðlaukur og brokkolí fyrir valinu með laxinum ásamt sólblómafræum og sesam teriyaki sósunni. 


Grænmetið skorið í hæfilega munnbita og raðað meðfram laxinum. Laxinn og grænmetið kryddað með salti, pipar, basil og dilli. Loks tsk af teriyaki sósunni bætt yfir hvert flak og yfir grænmetið, svo sólblómafræum stráð yfir :) Einfalt og fljótlegt. Rétturinn var bakaður í ofni við 170°C í 25mín. 


Saðsamur og góður réttur :) Bar laxinn fram með quinoa og fersku grænmeti en yfir salatið stráði ég lítilli tsk af cranberry ginger dressingunni frá stonewall kitchen. 

----------------------------

A simple and quick dish :) Salmon, broccoli and red onion was arranged in an oven proof deep dish and seasoned with basil, dill, salt and pepper. A tsp of teriyaki sauce was drizzled over each piece of salmon, as well as the vegetables. Sun flower seeds were added on top and the salmon baked in an oven of 170°C for 25min. Tasted great with quiona and salad (drizzled a small tsp of cranberry ginger dressing on top). 

- Amanda <3 

No comments:

Post a Comment